er meira að segja búin að klára lýsið og er komin langt með marmelaðið sem ég keypti í september...

þegar ég og pabbi förum í bónusferðina okkar mánaðarlegu þá litur litli ískápurinn minn svona út...og ég fyllist gleði tilfinningu :)

það er nú reyndar þannig að ég hef verið ansi lystarlaus undanfarna viku.. ef það hefði ekki verið fyrir þrautseigjuna hennar ÖnnuK þá hefði ég eflaust bara lifað á vikugömlu bíópoppi frá Háskólabíó en nei, anna mín bara mætti fyrir utan hjá mér og skutlaði stelpunni í sushi eða pulsu og sjeik, takk fyrir þetta anna mín :)
pabbi ætlaði að koma með afganga af sunnudagsmatnum í dag en beilaði...
bjó til ágætis massaman með seinustu sætu kartöflunni minni, fullt af hvítlauk og einhverju buffi sem leyndist aftast í frystinum mínum; smakkaðist afbragðsvel.
annars var ég að spá hvort við ættum ekki að poppa þetta blogg aðeins upp þar sem ég er alltaf að reyna spara mig fyrir Sirkus og er því hætt að sinna þessu og finnst það leiðinlegt, vil trúa því að fólk hafi ótrúlega gaman að eyða 2 mín af sínum degi að kíkja á hvað ég er pæla...
allavega, ég var sémsagt að spá hvort ekki mætti breyta þessu í svona a -vandamála- síðu :)
í ljós námsins míns og svona þá gæti þetta bara verið skemmtilegt, bara nafnlaust comment og ég skal reyna leysa vandamáli :) víííííí
(ég skráði mig einu sinni á svona vef sem leysir vandamál þeirra sem skrifar inn og ég var talin standa mig bara ágætlega-þessu var ritstýrt og svona..)

látum á reyna, hver veit, kannski luma ég á lausn á þínu vandamáli...
siggadögg
-sem hefur hafið prófalestur-
14 ummæli:
Jamm...vandamál segir þú.
Ég á kött sem við skulum kalla ungfrú M.
Alltaf þegar ég tek hana upp þá rekur hún eina loppu í mig og reynir að stökkva úr fanginu á mér.
Eitt skiptið trylltist hún og klóraði mig.
Mig langar bara að knúsa köttinn minn en ég held að hún elski mig ekki.
Ég veit ekki hvað ég á að gera. Vltu hjálpa mér kæra Sigga?
Kveðja, herra V.
kisan is not that into you prufadu hund
minn kæri V...
ég held að nafnlausi kommentarinn að ofan hafi rétt fyrir sér, kettir eru ekki gerðir til að elska skilyrðislaust húsbónda sinn, fyrir það þarftu hund minn kæri. ímyndaðu þér hvernig þér leið þegar þú varst að deita leiðinlegu ljóskuna sem vildi aldrei fara þegar þið voruð búin að sofa saman og elti þig út um allt.... mér þykir þetta leitt en þú hefur því miður breyst í þessa ljósku og kötturinn ert þú....
ertu sáttur við mig?
HEHEHEHEHE :)
Mér líst vel á þessa vandamála pælingu hjá þér :)
Ég skil ekki...Hvort er Valur...Æ...Ég meina "herra V." köttur eða ljóska...eða hvorugt?
Andri
Hvernig vissir þú um ljóskuna?
kv. herra V.
múhahahaha.
valur er orðin ljóskan sem var skotin í honum og kötturinn er valur þegar ljóskan var að elta hann (ljóskan vildi ást en valur vildi ekki elska hana... júsí?)
Hr.V..
ég hef augu og eyru víða....
(meira að segja þegar þú varst á trúnó með mér blekaður inni á sólon á laugardagskveldi eftir misheppnaðar morðtilraunir frá þinni fyrrverandi..)
Sigga mín þessar ráðleggingar þínar verða sífellt Freudískari eftir því sem neðar dregur.
Og hvað er í þessum Dunkin Donuts poka?
Eru þeir þetta vel rotvarðir?
Og annað, hvað með kaffibollan, fólk verður að skrifa inn lýsingu á korginum í botninum annars er þetta ekki "alvöru".
ahhhh einmittt einmitt, en steina mín, ég er bara að SELJA og við vorum búnar að komast að því að Freud selur :)
en ég var búin að sjá fyrir mér að snúa bollunum í hring yfir hausnum en kannski sleppa því að blása krossinn.. og auðvitað rýnir maður í bollan, segir aha og blikkar fólkið og brosir : ,,þegar var nú góður bolli..."
svo kemur sjálf niðurstaðan úr bollanum ekki fyrr en í fimmta tímanum.. fólk fær bara eitt vísbendi í hverjum tíma :) keep them coming back for more!!
múahahahahaha
my evil shrink plan
uhhh dunkini er french vanilla kaffi, örugglega með botoxi í... þó reyndar að áhrif þess séu í æpandi andstöðu við áhrif koffíns en oh well....
i love my cup of good ol dunkin joe....
ohhh ég ELSKA french vanilla kaffið frá dunkin ....
mmmm
ég keypti það handa Esme 13 ára stelpunni sem ég passaði í CT. Fyndið hve ungur kaninn er þegar hann byrjar að drekka kaffi.
Hei svindl! Aldrei hef ég heyrt um þessa ljósku. Þið eruð að skilja mig útundan.
Arna
Skrifa ummæli